Viðskipti innlent

Óútskýrðar olíu- og bensínhækkanir

Erfitt reynist að finna skýringar á hækkun á verði olíu til neytenda.
Erfitt reynist að finna skýringar á hækkun á verði olíu til neytenda.

Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu bensínlítrann um röskar fimm krónur og dísillítrann um röskar fjórar krónur í gær. Hækkun nemur rúmum 2%.

Atlantsolía og dótturfélög stóru félaganna höfðu ekki hækkað verðið í gærkvöldi. Athygli vekur að þetta gerist á sama tíma og olíuverð á heimsmarkaði fer lækkandi.  Þannig kostaði tunnan af Brent olíunni rúmlega 111 dollara þann 1. apríl s.l. Í dag kostar hún 103,5 dollara og hefur því lækkað um tæp 7% á þessu tímabili.

Gengi krónunnar hefur að vísu gefið aðeins eftir, en ekki nægjanlega til að skýra þessa hækkun. Þannig var gengisvísitalan tæplega 217 stig þann 1. apríl s.l. Í dag er vísitalan rúmlega 215 stig. Gengi krónunnar hefur því veikst um innan við 1% á þessu tímabili.

Fram hefur komið í fréttum að greiningardeildir búast við nær óbreyttri verðbólgu í 3,3% í maí en það er minnsta verðbólga undanfarin tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×