Viðskipti innlent

IFS spáir því að verðbólgan standi í stað

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir maí hljóðar upp á 0,1% lækkun verðlags frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt 3,3%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli lækkar úr 8,4% í 1,2%.

Í rökstuðningi IFS segir m.a. að samkvæmt verðmælingum greiningarinnar hefur hefur verð á matar- og drykkjarvörum lækkað í maímánuði. Hið sama gildir um verð á bensíni og díselolíu, lyf og nýja bíla. Verð á áfengi og tóbaki helst aftur á móti nær óbreytt í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×