Viðskipti innlent

Erla ráðin sem viðskiptastjóri hjá Brandenburg

Mynd/Jónatan Grétarsson.
Mynd/Jónatan Grétarsson.

Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin í starf viðskiptastjóra hjá auglýsingastofunni Brandenburg.

Í tilkynningu segir að þar bætist hún við öflugan hóp starfsmanna stofunnar en Erla mun jafnframt starfa sem textasmiður.  Starfsmenn stofunnar eru nú orðnir 13 talsins.

Að sögn Ragnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra, er Erla sterk viðbót fyrir Brandenburg. „Hún er hugmyndarík og kraftmikil markaðsmanneskja og mikill happafengur stofuna sem hefur verið að sækja í sig veðrið á auglýsingamarkaði,“ segir hann í tilkynningunni.

Erla hefur víðtæka reynslu frá RÚV, því hún hefur bæði unnið þar í sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig reynslu af markaðsstörfum og starfaði sem verkefnastjóri hjá markaðsdeild Straums fjárfestingarbanka, á árunum 2007-2009.

Erla lauk meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og Copenhagen Business School árið 2011. Hún lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×