Stofna félag um byggingu hafnar á Dysnesi 23. maí 2013 08:17 Félagið Dysnes Þróunarfélag ehf. verður stofnað í dag til uppbyggingar, markaðsstarfs og kynningar á Dysnesi við Eyjafjörð sem framtíðar hafnarsvæði vegna þjónustu við námu og olíuvinnslu fyrir norðan Ísland. Í tilkynningu segir að Eimskip, Mannvit, Hafnasamlag Norðurlands, Slippurinn Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hafa stofnað með sér félagið í ljósi vaxandi möguleika Íslendinga vegna umsvifa á Grænlandi, olíuleitar og -borana úti fyrir norður Íslandi og aukinna pólsiglinga. Félagið mun koma að þróun og uppbyggingu hafnarmannvirkja á Dysnesi, sem er um 15 km norðan við Akureyri. Þar eru um 90 hektarar lands áætlaðir fyrir þessa þjónustu þar af 30 hektarar með landfyllingu. Dysnes er mjög vel staðsett til slíkrar uppbyggingar en þar er nægt land auk þess sem hafnarskilyrði eru þar sérstaklega góð. Byggðir verða bryggjukantar sem nýtast best fyrir þá þjónustu sem koma mun á svæðið og með það viðlegudýpi sem nauðsynlegt verður. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í áföngum og að fyrsti áfangi hefjist að loknu umhverfismati, sem ráðist verður í. Heildarfjárfesting í svæðinu getur numið allt að 18 milljörðum á komandi árum.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sér um daglegan rekstur Eins og kunnugt er hefur Eimskip nýlega hafið strandsiglingar og eflt til muna leiðakerfi sitt til og frá landinu, m.a. til og frá Akureyri. Þessu samfara hafa opnast miklir möguleikar fyrir fyrirtæki á norðanverðu landinu til að koma vörum sínum á erlenda markaði með skilvirkari hætti, auk þess sem innflutningshagræði eykst til muna. Slippurinn á Akureyri, sem er stærsta skipaviðhaldsstöð á Íslandi, hefur verið að efla starfsemi sína mikið á undanförnum misserum og sér í þessu samhengi margvísleg tækifæri til að auka sitt þjónustuframboð. Mannvit hefur verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í þekkingarmiðlun og framsækni vegna verkefna á norðurslóðum, en að auki þá var Dysnes einn valkostanna sem Mannvit mat í staðarvalsskýrslu félagsins vegna staðsetningar olíuþjónustuhafna á norðanverðu Íslandi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun sjá um daglegan rekstur félagsins og mun Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson veita því forstöðu. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Félagið Dysnes Þróunarfélag ehf. verður stofnað í dag til uppbyggingar, markaðsstarfs og kynningar á Dysnesi við Eyjafjörð sem framtíðar hafnarsvæði vegna þjónustu við námu og olíuvinnslu fyrir norðan Ísland. Í tilkynningu segir að Eimskip, Mannvit, Hafnasamlag Norðurlands, Slippurinn Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hafa stofnað með sér félagið í ljósi vaxandi möguleika Íslendinga vegna umsvifa á Grænlandi, olíuleitar og -borana úti fyrir norður Íslandi og aukinna pólsiglinga. Félagið mun koma að þróun og uppbyggingu hafnarmannvirkja á Dysnesi, sem er um 15 km norðan við Akureyri. Þar eru um 90 hektarar lands áætlaðir fyrir þessa þjónustu þar af 30 hektarar með landfyllingu. Dysnes er mjög vel staðsett til slíkrar uppbyggingar en þar er nægt land auk þess sem hafnarskilyrði eru þar sérstaklega góð. Byggðir verða bryggjukantar sem nýtast best fyrir þá þjónustu sem koma mun á svæðið og með það viðlegudýpi sem nauðsynlegt verður. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í áföngum og að fyrsti áfangi hefjist að loknu umhverfismati, sem ráðist verður í. Heildarfjárfesting í svæðinu getur numið allt að 18 milljörðum á komandi árum.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sér um daglegan rekstur Eins og kunnugt er hefur Eimskip nýlega hafið strandsiglingar og eflt til muna leiðakerfi sitt til og frá landinu, m.a. til og frá Akureyri. Þessu samfara hafa opnast miklir möguleikar fyrir fyrirtæki á norðanverðu landinu til að koma vörum sínum á erlenda markaði með skilvirkari hætti, auk þess sem innflutningshagræði eykst til muna. Slippurinn á Akureyri, sem er stærsta skipaviðhaldsstöð á Íslandi, hefur verið að efla starfsemi sína mikið á undanförnum misserum og sér í þessu samhengi margvísleg tækifæri til að auka sitt þjónustuframboð. Mannvit hefur verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í þekkingarmiðlun og framsækni vegna verkefna á norðurslóðum, en að auki þá var Dysnes einn valkostanna sem Mannvit mat í staðarvalsskýrslu félagsins vegna staðsetningar olíuþjónustuhafna á norðanverðu Íslandi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar mun sjá um daglegan rekstur félagsins og mun Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson veita því forstöðu.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira