Viðskipti innlent

Sérstakur ákærir eiginmann fyrrverandi ráðherra fyrir skattlagabrot

Sérstakur saksóknari hefur ákært héraðsdómslögmanninn Pétur Þór Sigurðsson fyrir meiriháttar brot á skatta- og bókhaldslögum og undanskot á skatti, trassaskapa við skil á virðisaukaskattskýrslum og fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa lögboðið bókhald einkahlutafélagsins Lögfræðistofunnar rekstrarárin 2009 og 2010.

Upphæðin sem um ræðir nemur samtals rúmum 18,8 milljónum króna.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að Pétur sé maður Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins frá árinu 1999 og var umhverfisráðherra frá miðju ári 2006 og fram í maí árið 2007 þegar hún fór af þingi. Hún stofnaði Lögfræðistofuna með Pétri Þór árið 1985.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og neitaði Pétur þar sök í málinu. Pétur og lögmaður hans eiga þó eftir að skila greinargerðum í málinu. Sérstakur saksóknari krefst sektargreiðslu og allt að sex ára fangelsisdóms yfir Pétri miðað við þau lög sem vitnað er til í ákærunni. Í málum sem þessum mun þó vanalega um skilorðsbundinn dóm að ræða. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×