Viðskipti innlent

Eignir bankanna minnkuðu um tæpa 29 milljarða í apríl

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.916 milljörðum kr. í lok apríl s.l. og lækkuðu um 28,9 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að af heildareignum námu innlendar eignir 2.538 milljörðum kr. og lækkuðu um 11,3 milljarða kr. Erlendar eignir innlánsstofnana námu 378 milljörðum kr. og lækkuðu um 17,6 milljarða kr. í apríl.

Skuldir innlánsstofnana námu 2.393,6 milljörðum kr. í lok apríl og lækkuðu um 26,9 milljarða kr. í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 2.261,6 milljörðum kr. og lækkuðu um 30,3 milljarða kr. Erlendar skuldir innlánsstofnana námu 131,9 milljörðum kr. og hækkuðu um 3,4 milljarða kr. í apríl.

Eigið fé innlánsstofnana nam 522,7 milljörðum kr. í lok apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×