Viðskipti innlent

Skinney-Þinganes breytir umbúðum á humarpakkningum

Skinney-Þinganes hf. hefur tilkynnt Matvælastofnun að fyrirtækið sé að breyta merkingum á umbúðum með skelbrotnum humri eftir að ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að merkingar væru ófullnægjandi.

Í tilkynningu segir að varan sem ber heitið "Hornafjarðarhumar 2 kg skelbrot" er í 2 kg öskju. Á öskjunni kemur fram að varan innihaldi aukefnið E-223 en flokksheitið Natríummetabísúlfít vantar.  Þar sem flokksheiti aukefnisins kemur ekki fram á umbúðum er því ekki um skýra merkingu m.t.t ofnæmis- og óþolsvalda að ræða.

Þeir sem kunna að eiga þessa vöru til í frysti eða kæliskáp geta haft samband við Humarsöluna ehf, Básvegi 1 í Reykjanesbæ, sími 867-6677 og fengið henni skilað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×