Viðskipti innlent

Akstursgjald ríkisstarfsmanna lækkað

Akstursgjald ríkisstarfsmanna hefur verið lækkað um 1,5 krónu miðað við ekinn kílómetra. Gjaldið verður 116 kr. á kílómetra en það hefur verið 117,5 kr. síðan í maí í fyrra.

Í vefsíðu fjármálaráðuneytisins segir að  Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir:

Fyrstu 10.000 km, kr. 116,00 pr. km

Frá 10.000 til 20.000 km, kr. 104,50 pr. km

Umfram 20.000 km, kr. 93,00 pr. km

Við útreikning á sérstöku gjaldi skal bæta 15% álagi á almenna gjaldið og við útreikning á torfærugjaldi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið. Þessi breyting tekur gildi 1. Júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×