Viðskipti innlent

Hönnunarsjóður kominn á koppinn

Myndin er af facebook síðunni Gastu þar sem fjallað er um íslenska hönnun.
Myndin er af facebook síðunni Gastu þar sem fjallað er um íslenska hönnun.

Stjórn Hönnunarsjóðs hefur tekið til starfa og fyrsta verkefni hennar verður að gera tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutunarreglur. Í kjölfarið verður auglýst eftir umsóknum og er ráðgert það verði síðar á þessu ári.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að í reglum sjóðsins segir m.a. að hlutverk hans sé að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Einnig að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að útflutningi á íslenskri hönnun.

Heimilt verður að veita þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki svo og til annarra verkefna sem tilgreind verða í úthlutunarreglum. Styrkþegar geta verið einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×