Viðskipti innlent

OR krefur Norðurál um 748 milljónir

Alþjóðlegur gerðardómur hefur komist að niðurstöðu í máli HS Orku gegn Norðuráli og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Orkuveitan mun í framhaldinu krefja Norðurál um greiðslu. Samkvæmt árshlutauppgjöri Orkuveitunnar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem birt var 17. maí sl., voru eftirstöðvar kröfunnar þ. 31. mars 748 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Norðurál hefur frá 1. október 2011 skert samningsgreiðslur á raforku frá Orkuveitunni og HS Orku. HS Orka höfðaði mál gegn Norðuráli vegna skerðinganna og var Orkuveitunni stefnt inn í málið þar sem hún er aðili samningsins.

Um er að ræða orkusamning sem gerður var við Norðurál árið 2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×