Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans ekki verið minni í þrjú ár

Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur ekki verið minni í þrjú ár. Verðmæti forðans fór undir 500 milljarða króna í apríl og var kominn niður í rétt tæplega 480 milljarða kr. um síðustu mánaðarmót. Hefur forðinn þar með ekki verið minni síðan í maí árið 2010.

Þetta kemur fram í efnahagsyfirliti Seðlabankans sem birt hefur verið á vefsíðu bankans. Fram kemur að gjaldeyrisforðinn minnkaði um rúma 25 milljarða kr. í apríl.

Af öðrum hreyfingum á reikningnum má nefna að gullforði bankans minnkaði um tæplega 1,7 milljarða kr. í apríl en verð á gulli hefur lækkað töluvert frá áramótum. Gullforðinn nam rétt rúmlega 11 milljörðum kr. um síðustu mánaðarmót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×