Viðskipti innlent

Afkoma Seltjarnarnes margfalt betri en áætlanir

Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir kr. á síðastliðnu ári, sem er margfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Samkvæmt áætlunum var reiknað með 21 milljón kr. afgangi.

Þetta kemur fram í ársreikningi Seltjarnarness fyrir árið í fyrra. Í ársreikningum kemur m.a. fram að langtímaskuldir bæjarins eru 263 milljónir kr. sem almennt telst ekki íþyngjandi greiðslubirgði, að því er segir í tilkynningu um uppgjörið.

Um 300 milljónum kr. var varið í framkvæmdir á árinu 2012. Stærsta einstaka framkvæmdin voru gatnaframkvæmdir fyrir rúmar 117 milljónir kr. Bókfært verð eigna eru rúmir 5 milljarðar og skuldahlutfall er 65%.

Seltjarnarnesbær lækkaði útsvar 1. janúar 2013 og er nú álagningarprósentan 13,66%, sem er með því lægsta á landinu öllu. Stefna Seltjarnarnesbæjar er að halda álögum á íbúa í lágmarki, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×