Viðskipti innlent

Ögmundur segir aðkomu bresks auðmanns af hinu góða

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að aðkoma breska auðmannsins Sir Richard George að byggingu risahesthúss í Víðidal í Húnaþingi sé af hinu góða. Þarna sé um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi að ræða.

Eins og kunnugt er af fréttum í morgun greindi Viðskiptablaðið fyrst frá því að Sir Richard lán um hálfan milljarð króna í byggingu hesthússins og reiðhallar við það. Ætlunin er m.a. að nota aðstöðuna undir reiðkennslu fyrir erlenda ferðamenn.



Ögmundur segir að þessi áform Sir Richard séu ekki brot á nýlegri reglugerð sem takmarkar kaup erlndra manna á fasteignum á Íslandi án þess að slík kaup hafi fengið blessun innanríkisráðuneytisins. Ögmundur gerir þó þann fyrirvara að hann hafi ekki kynnt sér málið náið enda staddur erlendis í augnablikinu.

„Það er öllum sem búa á EES-svæðinu heimilt að koma hingað til lands og fjárfesta í íslensku atvinnulífi,“ segir Ögmundur. „Hér virðist eingöngu um slíka fjárfestingu að ræða og það er að sjálfsögðu af hinu góða."

Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×