Viðskipti innlent

Róleg vika á fasteignamarkaðinum

Rólegt var á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Alls var þinglýst 80 kaupsamningum um fasteignir en þessi fjöldi hefur verið rúmlega 100 samningar að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.

Veltan í síðustu viku nam tæpum 2,7 milljörðum kr. en hún hefur verið rúmlega 3,4 milljarðar kr. að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að af þessum 80 samningum voru 59 samningar um eignir í fjölbýli, 13 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×