Viðskipti innlent

Áfram veruleg aukning í kortaveltu erlendra ferðamanna

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í apríl s.l. var 5,3 milljarðar kr. sem er aukning um 18,4% miðað við sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þessi aukning er í stíl við þróunina frá áramótum en frá þeim tíma hefur notkun erlendra greiðslukorta aukist verulega miðað við sama tímabil í fyrra.

Hvað Íslendinga varðar var heildarvelta debetkorta í apríl 32,6 milljarðar kr. sem er 11,1% aukning frá fyrri mánuði og 6% aukning miðað við sama mánuð árið áður. 

Heildarvelta kreditkorta var 33,1 milljarður kr. sem er 9,9% aukning frá fyrri mánuði og 5,2% aukning miðað við sama mánuð árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×