Viðskipti innlent

Atorka þarf að greiða Glitni þrjá milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Atorka Group hefur verið dæmd til að greiða slitastjórn Glitnis þrjá milljarða króna vegna fimm afleiðusamninga sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins. Um var að ræða tvo gjaldmiðlaskiptasamninga og þrjá samninga um gjaldmiðlaviðskipti og framvirk gjaldmiðlaviðskipti. Atorka krafðist sýknunar, meðal annars á forsendum þess að samningar hafi fallið niður fyrir riftun og að forsendur samninganna hafi brostið. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þau rök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×