Viðskipti innlent

Skuldabréf Eyris Invest færð á Athugunarlista

Skuldabréf gefin út af Eyri Invest hf. (EYRI 11 1) hafa verið færð á Athugunarlista með vísan til tilkynningar sem birt var opinberlega þann 15. maí 2013.

Ákvörðunin er tekin á grundvelli ákvæðis 8.2 í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.

Í fyrrgreindri tilkynningu segir að Eyrir Invest geri tilboð í skuldabréfaflokkinn EYRI 11 1 samkvæmt skilmálum skuldabréfanna og er stefnt að afskráningu flokksins í framhaldi af uppkaupum. Uppkaupin fara fram á pari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×