Viðskipti innlent

Hagnaður VÍS nam 711 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands á fyrsta ársfjórðungi nam 711 milljónum króna, samanborið við 589 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.  Iðgjöld tímabilsins námu 4.024 milljónum króna og hækka um 6,7% frá sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung sem var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Samkvæmt tilkynningu frá VÍS eru þetta helstu niðurstöður:

·   Hagnaður félagsins eftir skatta var 711 m.kr samanborið við 589 m.kr. hagnað á fyrsta ársfjórðungi árið 2012.

·   Iðgjöld tímabilsins námu 4.024 m.kr. og hækka um  6,7% frá sama tímabili árið 2012.

·   Samsett hlutfall var 100,4% samanborið við 102,4% fyrir sama tímabil 2012.

·   Hagnaður fyrir skatta af fjárfestingastarfsemi var 808 m.kr. samanborið við 741 m.kr. á sama tímabili 2012.

·   Heildareignir í lok ársfjórðungsins námu 48.755 m.kr. samanborið við 43.452 í árslok 2012.

·   Fjárfestingaeignir félagsins námu 36.128 m.kr. samanborið við 34.706 m.kr. í árslok 2012.

·   Eigið fé félagsins nam 15.181 m.kr í lok ársfjórðungsins samanborið við 14.470 m.kr í árslok 2012.

·   Arðsemi eigin fjár á ársgrunni var 19,2% samanborið við 19,9% á sama tímabili árið 2012.

·   Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 4,9 í lok ársfjórðungsins að teknu tilliti til áætlaðra arðgreiðslna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×