Viðskipti innlent

Fyrirtækjaskattur lægstur á Íslandi af Norðurlöndunum

Í nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, kemur fram að fyrirtækjaskattur á Íslandi er lægstur á Norðurlöndunum.

Á Íslandi er þessi skattur 20% en hann er hæstur í Noregi eða 28%, í Danmörku er hann 25%, í Finnlandi 24,5% og í Svíþjóð er hann 22%. Þessar tölur miðast við mars í ár.

Af öllum 27 ríkjunum innan Evrópusambandsins er fyrirtækjaskattur 23% að meðaltali. Í 9 eða þriðjungi af þessum ríkjum er skatturinn undir 20%.

Þessi skattur er lægstur á Kýpur og í Búlgaríu eða 10% og hann er 12,5% á Írlandi.

Hæstu fyrirtækjaskattarnir eru í Frakklandi (36,1%), Möltu (35%) og Belgíu (34%).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×