Viðskipti innlent

Afkoma Ísafjarðar jákvæð um 47 milljónir í fyrra

Afkoma Ísafjarðarbæjar á síðasta ári var jákvæða um 47 milljónir kr. (A og B hluti). Þetta er töluvert yfir áætlunum sem gerðu ráð fyrir 4 milljóna kr. afgangi á árinu.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 3.255 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 3.115 milljónum króna.  Rekstrartekjur A hluta námu 2.828 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 2.723 milljónum króna.

Í árslok 2012 er skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga, 115% í A hluta og 151% í samanteknum hluta.  Sé fjárfesting í nýju hjúkrunarheimili dregin frá er hlutfallið 149%.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 1.661 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 270 stöðugildum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×