Viðskipti innlent

Hótel Brú gjaldþrota

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Borgarnes.
Borgarnes. Mynd/GVA
Rekstraraðilar Hótels Brúar við Borgarnes, áður þekkt sem Mótel Venus, hafa lýst yfir gjaldþroti.

Guðmundur Hall Ólafsson, eigandi mannvirkjanna, hefur sjálfur tekið við rekstrinum tímabundið og segist í samtali við Skessuhorn vera bjartsýnn á að finna nýja rekstraraðila von bráðar.

„Það eru góðir tímar framundan í rekstrinum og hótelið er yfirbókað fram á sumar,“ sagði Guðmundur við blaðamann Skessuhorns, en ekki er útlit fyrir að staðnum verði lokað í kjölfar breytinganna.

Guðmundur segir að áfram verði lögð áhersla á fiskihlaðborðið sem fyrri rekstraraðili hafði byggt upp og hafði gengið vel.

„Sóknarfærin eru fjölmörg í ferðaþjónustunni og sumarið er vel bókað. Ég er því bjartsýnn á að fá nýja rekstraraðila bráðlega, eða jafnvel nýja eigendur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×