Handbolti

Hannes skoraði ellefu í útisigri

Kolbeinn Tumi Daðasno skrifar
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson var í aðalhlutverki hjá ThSV Eisenach sem lagði ASV Hamm-Westfalen 29-25 á útivelli í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld.

Hannes Jón skoraði ellefu mörk í leiknum en fimm þeirra komu af vítalínunni. Hann var langmarkahæstur leikmanna gestaliðsins.

Eisenach er í 3. sæti b-deildarinnar með 40 stig. Emsdetten hefur 46 stig í efsta sæti og Bergischer fylgir fast á eftir með 45 stig. Þrjú efstu liðin í deildinni fara upp í úrvalsdeildina.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Eisenach sem hefur þriggja stiga forskot á Bietigheim í 4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×