Viðskipti innlent

Samkomulag við Landsvirkjun um kolefnislosun

Reynir Kristjánsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið
Reynir Kristjánsson, stjórnarformaður Kolviðs, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið
Landsvirkjun og Kolviður-sjóður skrifuðu undir samkomulag fyrir helgina um að jafna alla kolefnislosun vegna notkunar Landsvirkjunar á bensíni og dísilolíu á bifreiðar og tæki, vegna flugferða starfsmanna bæði innanlands og milli landa og loks vegna förgunar úrgangs. Alls var þessi losun um 1.000  tonnCO2-ígilda á síðastliðnu ári.

Fjallað er um málið á vefsíðu Landsvirkjunar. Þar segir að þetta sé einn liður í að draga úr loftslagsáhrifum fyrirtækisins en á síðasta ári var losun koltvísýrings til andrúmsloftsins frá starfsemi Landsvirkjunar tæplega  54.000 tonn, þar af um 40.000 tonn frá jarðvarmavirkjunum, um 13.000 tonn frá lónum vatnsfallsvirkjana og um 1.000 tonn vegna aksturs og flugferða.

Á þessu ári hefur jafnframt verið samið við Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins um tvö ný svæði til kolefnisbindinar,  til skógræktar að Belgsá í Fnjóskadal og til  uppgræðslu að Koti í Rangárþingi.  Á árinu 2011, var gerður samningum við þessa aðila um skógrækt á jörðinni Laxaborg í Dalabyggð og landgræðslu í Bolholti í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun kostar aðgerðir telur kolefnisbindinguna sér til tekna í kolefnisbókhaldi fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×