Viðskipti innlent

Framtakssjóður selur í Icelandair fyrir 3,3 milljarða

Framtakssjóður Íslands hefur selt 250 milljón hluti í Icelandair og er verðmæti þeirra um 3,3 milljarðar kr. miðað við gengi þeirra í Kauphöllinni en það stendur í rúmum 13 kr. á hlut í augnablikinu.

Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni í morgun þar sem eignarhlutur Framtakssjóðs í Icelandair fór niður fyrir 10% í þessum viðskiptum. Eftir þessa sölu á Framtakssjóður 7,1% í Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×