Viðskipti innlent

FME: Landsbankinn má gefa út sérvarin skuldabréf

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Landsbankanum leyfi til útgáfu á sértryggðum skuldabréfum. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins.

Landsbankinn tilkynnti í mars s.l. að bankinn ætlaði í útgáfu sértryggðra skuldabréfa og er ætlunin að skrá þau í Kauphöllina. Útgáfan þjónar m.a. þeim tilgangi að fjármagna íbúðalánasafn bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×