Viðskipti innlent

Ræða þróaðar aðferðir tölvuþrjóta á ráðstefnu

Tölvuárásir á notendur Twitter sýna að tölvuþrjótar beita sífellt þróaðri og flóknari aðferðum en áður, ekki síst gegn fyrirtækjum, en um slíkt verður m.a. fjallað á morgunverðarráðstefnu Nýherja næsta miðvikudag.

Í tilkynningu segir að tölvuveiran TorRAT hefur að undanförnu valdið usla meðal Twitter notenda í Hollandi, en óværan kemst yfir Twitter aðgang notenda í gegnum sýkt tæki og sendir út skilaboð frá notendum sem getur haft áhrif á hvers konar markaði og iðnað, að sögn öryggisfyrirtækisins Trusteer.

Sprenging í vexti stafrænna gagna og kröfur um að hægt sé að nálgast gögn hvar og hvenær sem er veldur fyrirtækjum vaxandi áhyggjum og auknum kostnaði. Á sama tíma gera tölvuárásir fyrirtækjum erfiðara um vik um að geyma gögn í öruggu skjóli frá óprúttnum aðilum og að halda uppi eðlilegri starfsemi.

Á öryggisráðstefnu Nýherja og IBM, „Viðbúnaðarstig RAUTT“, munu öryggissérfræðingar frá IBM og SecureDevice fjalla um öryggismál upplýsingakerfa, allt frá eftirliti yfir í fyrirbyggjandi öryggisráðstafanir og lausnir sem stöðva ógnir á netinu, hvort heldur þær birtast í snjalltækjum, fartölvum eða tölvukerfum fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×