Viðskipti innlent

Stefnir á orðið tæplega 15,8% í Icelandair

Stefnir hf., fyrir hönd sjóða í rekstri félagsins, á orðið tæplega 15,8% hlut í Icelandair. Þetta kemur fram í flöggun í Kauphöllinni.

Þar segir að Stefnir hf. hafi fest kaup á 50 milljónum hluta í Icelandair í morgun en Stefnir átti fyrir tæplega 739 milljón hluti. Við kaupin fór eignarhlutur Stefnis í 15,77% og var því flaggað að eignarhluturinn fór yfir 15%.

Miðað við verð á hlutum í Icelandair í hádeginu nema kaup Stefnis 675 milljónum króna.

Stefnir hf., sem er dótturfélag Arion banka, er orðinn stærsti eigandi Icelandair eftir þessi kaup.

Eins og fram kom í fréttum seldi Framtakssjóður Íslands 250 milljónir hluta í Icelandair í morgun og var þeirri sölu einnig flaggað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×