Viðskipti innlent

Valitor vísitalan hækkaði um 4,8% milli ára í apríl

Í apríl varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 4,8% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 5,6% en erlendis var veltuaukningin 0,8%.

Tímabilið sem miðað er við, er frá 22. mars til 21. apríl, annars vegar 2012 og hins vegar í ár.

Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.

Í tilkynningu segir að Valitor vísitalan er tekin saman af starfsfólki Valitor og byggist á veltutölum úr kerfum fyrirtækisins. Til grundvallar eru lagðar upplýsingar um þróun á veltu Visa kreditkorta á tilteknu tímabili á nafnvirði. Vert er að benda á að Valitor vísitalan er einungis birt í upplýsingaskyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×