Viðskipti innlent

Lýsing tapaði engu á Exista-fléttunni

Í yfirlýsingu frá Lýsingu segir að af marggefnu tilefni áréttar Lýsing hf. það sem fram kemur í ákæru sérstaks saksóknara vegna greiðslu hlutafjár í Exista árið 2008, að lán frá félaginu að fjárhæð 1 milljarður króna „var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos þar sem innstæðan lá óhreyfð fram á sumarið 2009“.

Svo segir: „Þessi milljarður króna rann því aldrei inn í rekstur Exista.“

Lýsing á enga aðild að umræddu dómsmáli og varð ekki fyrir neinu fjárhagslegu tjóni vegna umræddrar lánsbeiðni, að því er segir í yfirlýsingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×