Viðskipti innlent

Söluverð nýrra íbúða í Reykjavík dugir ekki fyrir byggingakostnaði

Svo virðist sem meðalsöluverð á tiltölulega nýjum íbúðum í Reykjavík í dag nægi ekki fyrir byggingarkostnaði. Byggingakostnaður hefur hækkað mun meira en íbúðaverð á síðustu árum.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram þegar áhrif nýrrar byggingareglugerðar eru að fullu komin fram. Staðsetning íbúða skiptir þó miklu máli, bæði innan einstakra bygginga og einnig eftir hverfum.

Byggingageirinn er sú atvinnugrein sem fór hvað verst út úr efnahagsáfallinu 2008, enda hafði greinin risið mikið á árunum þar á undan. Samkvæmt mati Hagstofunnar voru um 2.300 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót.

Samtök Iðnaðarins fylgjast einnig með markaðnum og passa tölur þeirra ekki við opinber gögn Hagstofunnar, samtökin telja að um 1.300 íbúðir hafi verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í upphafi ársins 2013.

Álit hagfræðideildarinnar má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×