Viðskipti innlent

Engin sátt ef launþegar fá ekki sitt

Gylfi Arnbjörnsson er harðorður í garð Samtaka atvinnulífsins.
Gylfi Arnbjörnsson er harðorður í garð Samtaka atvinnulífsins.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ lýsir bæði furðu sinni og undran yfir yfirlýsingu Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þess efnis að það fyrirtækin í landinu skili ekki styrkingu krónunnar til neytenda vegna þess að þau geri ráð fyrir því að þetta sé tímabundin styrking og að framundan sé frekari veiking krónunnar.

„Sé þetta rétt er nokkuð ljóst að hér verður ekki sest að neinum sáttaviðræðum á næstu mánuðum og misserum heldur sé verkalýðshreyfingin sett í þá stöðu að þvinga fram eðlilegar kjarabætur til að bæta launafólki upp kostnaðinn á háu verðlagi og vöxtum. Atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir því, að nú reynir á trúverðuleika þeirra gagnvart neytendum og launafólki því afar mikilvægt sé að svigrúm til verðlækkana skili sér jafnharðan í lækkuðu verðlagi ef hér á að takast að forða slysi,“ segir Gylfi í yfirlýsingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×