Handbolti

Upp og niður í Meistaradeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Kielce.
Þórir Ólafsson í leik með Kielce.
Þórir Ólafsson og félagar í Kielce eru í góðum málum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann tveggja marka sigur á Metalurg frá Skopje í fyrri leik liðanna í Makedóníu.

Þórir skoraði eitt mark í leiknum sem lauk með 27-25 sigri Kielce. Liðin mætast í Póllandi um næstu helgi.

Arnór Atlason og Ólafur Gústafsson eru væntanlega ekki sáttir eftir 32-26 tap á heimavelli gegn Hamburg. Flensburg þarf því að vinna upp sex marka forystu Hamburgar fyrir seinni leikinn í hafnarbænum um næstu helgi.

Heimamenn höfðu yfir 21-17 í síðari hálfleik þegar leikur liðsins hrundi. Gestirnir skoruðu tíu mörk gegn einu og komust í 27-22. Ólafur spilaði töluvert í vörninni í fyrri hálfleik. Arnór kom ekkert við sögu er nýkominn á ferðina eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á hásin.

Fyrr í dag vann Kiel eins marks sigur á Veszprem og í gær vann Atletico Madrid fimm marka sigur á Barcelona.


Tengdar fréttir

Sleggja frá Narcisse bjargaði Kiel

Kiel vann dramatískan 32-31 sigur á Veszprem í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Daniel Narcisse tryggði Kiel sætan sigur með marki undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×