Yfir áttatíuföld umfram eftirspurn eftir hlutum í TM 26. apríl 2013 08:54 Gífurlegur áhugi var á útboðinu í hluti Tryggingamiðstöðinni í vikunni. Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarðar króna í útboði á hlutum í fyrirtækinu. Þetta er yfir áttatíuföld umframeftirspurn miðað við útboðsverðið. Stoðir buðu 28,7% hlut í TM til sölu á verðbilinu 17,75 - 20,10 krónur á hlut, segir í tilkynningu vegna útboðsins. Stjórn Stoða hefur ákveðið að útboðsgengið verði í efstu mörkum, 20,10 krónur á hlut. Söluandvirðið nemur 4,4 milljörðum króna á útboðsgengi. Enginn hluthafa TM mun eiga yfir 10% eignarhlut. Í áskriftarhluta útboðsins, þar sem tekið var við áskriftum frá 100.000 krónum til 49.999.999 króna, bárust áskriftir fyrir samtals 22 milljarða króna. Í ljósi mikillar þátttöku hefur hámarksfjárhæð í þessum hluta útboðsins verið ákveðin 452.250 krónur. Áskriftir upp að þeirri fjárhæð verða ekki skertar. Í þeim hluta útboðsins þar sem tekið var við áskriftum að fjárhæð að lágmarki 50 milljónir króna bárust áskriftir fyrir samtals 335 milljarða króna. Tryggð er lágmarksúthlutun í þessum hluta að fjárhæð 452.250 kr. en skerðing umfram lágmarksúthlutun er ákvörðuð hlutfallslega, þó þannig að hæsta einstaka úthlutun nemur um 5,8 milljónum króna.Fyrsti dagur á markaði verður 7. maí Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 3. maí 2013 og verða hlutir í TM afhentir kaupendum 7. maí 2013. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti TM á Aðalmarkaði Kauphallarinnar verði 8. maí 2013, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Í viðhengi er bráðabirgðahluthafalisti TM að loknu útboði. „Mikil þátttaka í hlutafjárútboði TM er okkur að sjálfsögðu ánægjuefni. Markmið Stoða með útboðinu hafa gengið eftir, bæði hvað varðar verð og dreifingu hlutafjár. Stoðir hafa unnið að sölu hlutafjár TM í á annað ár og hafa nú selt samtals um 95% hlutafjár til breiðs hóps einka- og fagfjárfesta," segir Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða í tilkynningunni. „Hlutafjárútboðið og skráning í Kauphöllina markar mikilvæg tímamót fyrir TM. Markmið TM er að verða hornsteinn á íslenskum hlutabréfamarkaði og þess vegna er það ánægjulegt að sjá hve fjölmennur hópur nýrra hluthafa kemur nú að félaginu," segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Gífurlegur áhugi var á útboðinu í hluti Tryggingamiðstöðinni í vikunni. Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarðar króna í útboði á hlutum í fyrirtækinu. Þetta er yfir áttatíuföld umframeftirspurn miðað við útboðsverðið. Stoðir buðu 28,7% hlut í TM til sölu á verðbilinu 17,75 - 20,10 krónur á hlut, segir í tilkynningu vegna útboðsins. Stjórn Stoða hefur ákveðið að útboðsgengið verði í efstu mörkum, 20,10 krónur á hlut. Söluandvirðið nemur 4,4 milljörðum króna á útboðsgengi. Enginn hluthafa TM mun eiga yfir 10% eignarhlut. Í áskriftarhluta útboðsins, þar sem tekið var við áskriftum frá 100.000 krónum til 49.999.999 króna, bárust áskriftir fyrir samtals 22 milljarða króna. Í ljósi mikillar þátttöku hefur hámarksfjárhæð í þessum hluta útboðsins verið ákveðin 452.250 krónur. Áskriftir upp að þeirri fjárhæð verða ekki skertar. Í þeim hluta útboðsins þar sem tekið var við áskriftum að fjárhæð að lágmarki 50 milljónir króna bárust áskriftir fyrir samtals 335 milljarða króna. Tryggð er lágmarksúthlutun í þessum hluta að fjárhæð 452.250 kr. en skerðing umfram lágmarksúthlutun er ákvörðuð hlutfallslega, þó þannig að hæsta einstaka úthlutun nemur um 5,8 milljónum króna.Fyrsti dagur á markaði verður 7. maí Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 3. maí 2013 og verða hlutir í TM afhentir kaupendum 7. maí 2013. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti TM á Aðalmarkaði Kauphallarinnar verði 8. maí 2013, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Í viðhengi er bráðabirgðahluthafalisti TM að loknu útboði. „Mikil þátttaka í hlutafjárútboði TM er okkur að sjálfsögðu ánægjuefni. Markmið Stoða með útboðinu hafa gengið eftir, bæði hvað varðar verð og dreifingu hlutafjár. Stoðir hafa unnið að sölu hlutafjár TM í á annað ár og hafa nú selt samtals um 95% hlutafjár til breiðs hóps einka- og fagfjárfesta," segir Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða í tilkynningunni. „Hlutafjárútboðið og skráning í Kauphöllina markar mikilvæg tímamót fyrir TM. Markmið TM er að verða hornsteinn á íslenskum hlutabréfamarkaði og þess vegna er það ánægjulegt að sjá hve fjölmennur hópur nýrra hluthafa kemur nú að félaginu," segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira