Handbolti

Borini ekki á leið frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Fabio Borini segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að sóknarmaðurinn ungi sé á leið frá Liverpool í sumar.

Borini hefur verið orðaður við Fiorentina á Ítalíu en hann hefur lítið getað spilað á sínu fyrsta tímabili með Liverpool vegna meiðsla.

Hann er nú að glíma við öxl og verður frá næstu vikurnar vegna þessa. Borini er þó vongóður um að geta spilað aftur á núverandi leiktíð.

„Fiorentina er með spennandi verkefni í gangi en það hefur ekkert samband verið á milli félaganna vegna leikmannsins," sagði umboðsmaðurinn við ítalska fjölmiðla.

„Liverpool er eitt mikilvægasta félag heims og Borini var keyptur inn í það verkefni sem er í gangi þar. Hann hefur hug á að spila á ný á tímablinu svo hann geti verið með ítalska U-21 landsliðinu á EM í sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×