Handbolti

Ævintýralegt jafntefli hjá Löwen

Guðmundur og félagar misstu af mikilvægu stigi í kvöld.
Guðmundur og félagar misstu af mikilvægu stigi í kvöld.
Rhein-Neckar Löwen komst upp að hlið Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa nælt í ævintýralegt jafntefli, 27-27, gegn Lemgo í kvöld. Jöfnunarmark Löwen kom á lokasekúndu leiksins.

Markið skoraði Andy Schmid. Löwen var fimm mörkum undir, 25-20, er rúmar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þá kom frábær kafli hjá liðinu sem að lokum skilaði því stigi.

Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Löwen í kvöld og Stefán Rafn Sigurmannsson tvö.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin urðu einnig að sætta sig við jafntefli, 29-29, er þeir sótti Balingen heim.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg unnu aftur á móti góðan útisigur á Melsungen, 26-31. Berlin í fjórða sæti en Magdeburg því níunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×