Handbolti

Ólafur skoraði tvö mörk í mikilvægu jafntefli

Ólafur Gústafsson.
Ólafur Gústafsson.
Íslendingaliðið Flensburg mun enda í fyrsta eða öðru sæti A-riðils Meistaradeildarinnar eftir 29-29 jafntefli gegn Chekhovskie Medvedi í Rússlandi í dag.

Anders Eggert jafnaði metin fyrir Flensburg úr vítakasti undir lokin. Gríðarlega mikilvægt jafntefli því Flensburg hefði alltaf endað í þriðja sæti riðilsins með tapi.

Þetta var leikur í lokaumferð riðlakeppninnar en Flensburg er á toppi riðilsins með stigi meira en Hamburg sem á eftir leik gegn Montpellier um helgina.

Ólafur Gústafsson lék talsvert með Flensburg í dag og skoraði tvö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×