Handbolti

Öruggur sigur hjá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Getty Images
Kiel minnkaði forystu Rhein-Neckar Löwen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í eitt stig í dag er liðið hafði betur gegn Minden, 36-32.

Kiel var með fimm marka forystu í hálfleik, 18-13, og var sigur liðsins aldrei í hættu. Stórskytturnar Filip Jicha (12 mörk) og Niclas Ekberg (10 mörk) voru í miklu stuði.

Guðjón Valur Sigurðsson fékk nokkrar mínútur í leiknum en skoraði ekki. Aron Pálmarsson kom ekki við sögu að þessu sinni.

Vignir Svavarsson er með slitið krossband í hné og spilar ekki meira fyrir Minden á leiktíðinni. Minden er í sextánda sæti deildarinnar og því í fallsæti.

Einnig var spilað í þýsku B-deildinni í dag. Árni Þór Sigtryggsson skoraði fjögur mörk þegar að lið hans, Friesenheim, tapaði fyrir Bittenfeld á heimavelli, 34-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×