Handbolti

Dagur ekki með Berlin gegn Kiel í kvöld

Dagur getur ekki öskrað sína menn áfram í kvöld.
Dagur getur ekki öskrað sína menn áfram í kvöld.
Það er stórleikur í þýska handboltanum í kvöld þegar Þýskalandsmeistarar Kiel taka á móti Füchse Berlin sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Kiel getur komist á topp deildarinnar með sigri í kvöld. Tímabundið hið minnsta. Berlin er með sama stigafjölda og Flensburg, sem er í þriðja sæti, og þarf því einnig á sigri að halda.

Það veikir Berlin í kvöld að þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, getur ekki leikið með liðinu vegna veikinda en hann missti einnig af Meistaradeildarleik um helgina vegna sömu veikinda.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×