Steinunn sér ekkert athugunarvert við 842 milljóna þóknun Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. febrúar 2013 15:00 Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis banka. „Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009. Fimm lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar Glitnis telja að slitastjórn Glitnis með þau Steinunni Pál Eiríksson í fararbroddi hafi ofrukkað kröfuhafa og greitt sér of mikið í laun. Telja þeir að slitastjórnin hafi oftekið 400 milljónir króna. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Festa lífeyrissjóð, en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Lífeyrissjóðirnir hafa sent Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem lagðar eru þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun og krefjast þess að þau Páll og Steinunn endurgreiði þrotabúinu mismuninn. Í fyrstu neitaði slitastjórnin að afhenda lífeyrissjóðunum upplýsingar um kostnað en eftir að þeir hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla gaf slitastjórnin eftir og lét þá hafa sundurliðun í september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá maí 2009 og þar til um mitt ár í fyrra, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Sjóðirnir telja þetta ekki eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn og telja að þau Steinunn og Páll hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir. Ofan á þetta bætist vaxtakostnaður og þóknanir síðan þá en samanlagt ætla sjóðirnir að þau hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna. Í bréfi lífeyrissjóðanna fara þeir fram á að dómarinn láti slitastjórnina endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. Er þetta ekki frekar mikill kostnaður, 842 milljónir króna? „Ég held það þurfi að horfa á þetta í samhengi við umfang starfsins og vinnuna sem liggur að baki þessu. Það sem ég hef séð frá kollegum er talsvert hærra en 39 þúsund á tímann (fyrir vsk.) Tímagjaldið hjá slitastjórn Glitnis er í kringum 33 þúsund á tímann fyrir virðisaukaskatt," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í samtali við fréttastofu en það eru 41.085 kr. á tímann með VSK. Núna eru þessir lífeyrissjóðir að saka ykkur um að greiða ykkur allt of mikið í þóknun. Hvernig svararðu þessum ásökunum? „Ég tel það alrangt hjá þeim. Ég veit ekki hvernig héraðsdómur mun leysa úr þessu, en dómurinn verður bara að taka á því. Miðað við umfang búsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með." Steinunn segir að réttur vettvangur til að koma athugasemdum á framfæri sé á kröfuhafafundum. Engar slíkar athugasemdir hafi borist á fundum til þessa. Þá segist hún eiginlega aldrei fara í frí. „Vinnuframlagið hefur verið mikið og sumar- og helgarfrí fátíð," segir hún. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Miðað við umfang þrotabúsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í slitastjórn Glitnis um laun sín, en hún og samstarfsmaður hennar, Páll Eiríksson, hafa greitt sér 842 milljónir króna samtals í þóknun úr þrotabúinu frá maí 2009. Fimm lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar Glitnis telja að slitastjórn Glitnis með þau Steinunni Pál Eiríksson í fararbroddi hafi ofrukkað kröfuhafa og greitt sér of mikið í laun. Telja þeir að slitastjórnin hafi oftekið 400 milljónir króna. Um er að ræða Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda og Festa lífeyrissjóð, en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Lífeyrissjóðirnir hafa sent Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem lagðar eru þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun og krefjast þess að þau Páll og Steinunn endurgreiði þrotabúinu mismuninn. Í fyrstu neitaði slitastjórnin að afhenda lífeyrissjóðunum upplýsingar um kostnað en eftir að þeir hótuðu að fara með málið fyrir dómstóla gaf slitastjórnin eftir og lét þá hafa sundurliðun í september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá maí 2009 og þar til um mitt ár í fyrra, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Sjóðirnir telja þetta ekki eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn og telja að þau Steinunn og Páll hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir. Ofan á þetta bætist vaxtakostnaður og þóknanir síðan þá en samanlagt ætla sjóðirnir að þau hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna. Í bréfi lífeyrissjóðanna fara þeir fram á að dómarinn láti slitastjórnina endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. Er þetta ekki frekar mikill kostnaður, 842 milljónir króna? „Ég held það þurfi að horfa á þetta í samhengi við umfang starfsins og vinnuna sem liggur að baki þessu. Það sem ég hef séð frá kollegum er talsvert hærra en 39 þúsund á tímann (fyrir vsk.) Tímagjaldið hjá slitastjórn Glitnis er í kringum 33 þúsund á tímann fyrir virðisaukaskatt," segir Steinunn Guðbjartsdóttir í samtali við fréttastofu en það eru 41.085 kr. á tímann með VSK. Núna eru þessir lífeyrissjóðir að saka ykkur um að greiða ykkur allt of mikið í þóknun. Hvernig svararðu þessum ásökunum? „Ég tel það alrangt hjá þeim. Ég veit ekki hvernig héraðsdómur mun leysa úr þessu, en dómurinn verður bara að taka á því. Miðað við umfang búsins er þetta mjög sambærilegt við tímagjald sem aðrar slitastjórnir á landinu hafa verið með." Steinunn segir að réttur vettvangur til að koma athugasemdum á framfæri sé á kröfuhafafundum. Engar slíkar athugasemdir hafi borist á fundum til þessa. Þá segist hún eiginlega aldrei fara í frí. „Vinnuframlagið hefur verið mikið og sumar- og helgarfrí fátíð," segir hún. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent