Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 32-34 | HK áfram í bikarnum Benedikt Grétarsson skrifar 22. janúar 2013 16:35 Myndir / Valgarður Gíslason HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira