Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 31-29 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. janúar 2013 13:24 Mynd/Stefán Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 31-29 í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta á Spáni sem hefst á föstudaginn. Ísland var mest sjö mörkum yfir í hálfleik en Svíþjóð vann forskotið auðveldlega upp og tryggði sér sanngjarnan sigur í jöfnum leik. Svíar byrjuðu leikinn betur en Ísland náði yfirhöndinni áður en tíu mínútur voru liðnar af leiknum og virtust ætla að keyra yfir Svía því munurinn var kominn í sjö mörk 13-6 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökknaði á íslenska liðinu. Svíar fóru að taka Aron Pálmarsson úr umferð og sóknarleikurinn hrundi. Ísland var mikið manni færri og Svíar nýttu sér það með því að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik 14-15. Aron Rafn Eðvarðsson varði frábærlega lengst af fyrri hálfleik en varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska er leið á leikinn og missti Aron við það dampinn auk þess sem Björgvin Páll Gústafsson náði sér ekki á strik þegar hann kom inn á. Svíþjóð jafnaði í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik og náði fljótt yfirhöndinni sem liðið hélt allt til loka leiksins þó aldrei munaði miklu á liðunum. Jafnt var 28-28 þegar átta mínútur voru eftir en Ísland náði aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir að fá fjölmörg góð færi og vítakast á lokasprettinum. Margt þarf að bæta í leik íslenska liðsins fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst um næstu helgi en engin ástæða er til að örvænta. Liðið skoraði fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum og gekk að mestu vel að leika hraða miðju. Aron Pálmarsson var frábær en liðið þarf að leysa það betur þegar hann er tekinn úr umferð, annars verður liðið í miklum vandræðum á HM. Arnór Þór Gunnarsson kom mjög vel inn í leikinn í seinni hálfleik og sýndi að hann er klár í slaginn. Aron Rafn varði vel í markinu og spilaði sig að öllum líkindum inn í lokahópinn en Hreiðar Leví Guðmundsson kom ekkert við sögu og dettur væntanlega úr hópnum. Aron Kristjánsson notaði hópinn vel og var þetta góð eldskírn fyrir Ólaf Gústafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson sem náðu ekki að sýna sitt rétta andlit en vita nú hverju þeir mega eiga von á. Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 31-29 í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta á Spáni sem hefst á föstudaginn. Ísland var mest sjö mörkum yfir í hálfleik en Svíþjóð vann forskotið auðveldlega upp og tryggði sér sanngjarnan sigur í jöfnum leik. Svíar byrjuðu leikinn betur en Ísland náði yfirhöndinni áður en tíu mínútur voru liðnar af leiknum og virtust ætla að keyra yfir Svía því munurinn var kominn í sjö mörk 13-6 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökknaði á íslenska liðinu. Svíar fóru að taka Aron Pálmarsson úr umferð og sóknarleikurinn hrundi. Ísland var mikið manni færri og Svíar nýttu sér það með því að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik 14-15. Aron Rafn Eðvarðsson varði frábærlega lengst af fyrri hálfleik en varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska er leið á leikinn og missti Aron við það dampinn auk þess sem Björgvin Páll Gústafsson náði sér ekki á strik þegar hann kom inn á. Svíþjóð jafnaði í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik og náði fljótt yfirhöndinni sem liðið hélt allt til loka leiksins þó aldrei munaði miklu á liðunum. Jafnt var 28-28 þegar átta mínútur voru eftir en Ísland náði aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir að fá fjölmörg góð færi og vítakast á lokasprettinum. Margt þarf að bæta í leik íslenska liðsins fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst um næstu helgi en engin ástæða er til að örvænta. Liðið skoraði fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum og gekk að mestu vel að leika hraða miðju. Aron Pálmarsson var frábær en liðið þarf að leysa það betur þegar hann er tekinn úr umferð, annars verður liðið í miklum vandræðum á HM. Arnór Þór Gunnarsson kom mjög vel inn í leikinn í seinni hálfleik og sýndi að hann er klár í slaginn. Aron Rafn varði vel í markinu og spilaði sig að öllum líkindum inn í lokahópinn en Hreiðar Leví Guðmundsson kom ekkert við sögu og dettur væntanlega úr hópnum. Aron Kristjánsson notaði hópinn vel og var þetta góð eldskírn fyrir Ólaf Gústafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson sem náðu ekki að sýna sitt rétta andlit en vita nú hverju þeir mega eiga von á.
Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn