Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 31-29 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. janúar 2013 13:24 Mynd/Stefán Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 31-29 í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta á Spáni sem hefst á föstudaginn. Ísland var mest sjö mörkum yfir í hálfleik en Svíþjóð vann forskotið auðveldlega upp og tryggði sér sanngjarnan sigur í jöfnum leik. Svíar byrjuðu leikinn betur en Ísland náði yfirhöndinni áður en tíu mínútur voru liðnar af leiknum og virtust ætla að keyra yfir Svía því munurinn var kominn í sjö mörk 13-6 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökknaði á íslenska liðinu. Svíar fóru að taka Aron Pálmarsson úr umferð og sóknarleikurinn hrundi. Ísland var mikið manni færri og Svíar nýttu sér það með því að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik 14-15. Aron Rafn Eðvarðsson varði frábærlega lengst af fyrri hálfleik en varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska er leið á leikinn og missti Aron við það dampinn auk þess sem Björgvin Páll Gústafsson náði sér ekki á strik þegar hann kom inn á. Svíþjóð jafnaði í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik og náði fljótt yfirhöndinni sem liðið hélt allt til loka leiksins þó aldrei munaði miklu á liðunum. Jafnt var 28-28 þegar átta mínútur voru eftir en Ísland náði aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir að fá fjölmörg góð færi og vítakast á lokasprettinum. Margt þarf að bæta í leik íslenska liðsins fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst um næstu helgi en engin ástæða er til að örvænta. Liðið skoraði fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum og gekk að mestu vel að leika hraða miðju. Aron Pálmarsson var frábær en liðið þarf að leysa það betur þegar hann er tekinn úr umferð, annars verður liðið í miklum vandræðum á HM. Arnór Þór Gunnarsson kom mjög vel inn í leikinn í seinni hálfleik og sýndi að hann er klár í slaginn. Aron Rafn varði vel í markinu og spilaði sig að öllum líkindum inn í lokahópinn en Hreiðar Leví Guðmundsson kom ekkert við sögu og dettur væntanlega úr hópnum. Aron Kristjánsson notaði hópinn vel og var þetta góð eldskírn fyrir Ólaf Gústafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson sem náðu ekki að sýna sitt rétta andlit en vita nú hverju þeir mega eiga von á. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 31-29 í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta á Spáni sem hefst á föstudaginn. Ísland var mest sjö mörkum yfir í hálfleik en Svíþjóð vann forskotið auðveldlega upp og tryggði sér sanngjarnan sigur í jöfnum leik. Svíar byrjuðu leikinn betur en Ísland náði yfirhöndinni áður en tíu mínútur voru liðnar af leiknum og virtust ætla að keyra yfir Svía því munurinn var kominn í sjö mörk 13-6 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökknaði á íslenska liðinu. Svíar fóru að taka Aron Pálmarsson úr umferð og sóknarleikurinn hrundi. Ísland var mikið manni færri og Svíar nýttu sér það með því að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik 14-15. Aron Rafn Eðvarðsson varði frábærlega lengst af fyrri hálfleik en varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska er leið á leikinn og missti Aron við það dampinn auk þess sem Björgvin Páll Gústafsson náði sér ekki á strik þegar hann kom inn á. Svíþjóð jafnaði í fyrstu sókn sinni í seinni hálfleik og náði fljótt yfirhöndinni sem liðið hélt allt til loka leiksins þó aldrei munaði miklu á liðunum. Jafnt var 28-28 þegar átta mínútur voru eftir en Ísland náði aðeins að skora eitt mark þrátt fyrir að fá fjölmörg góð færi og vítakast á lokasprettinum. Margt þarf að bæta í leik íslenska liðsins fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst um næstu helgi en engin ástæða er til að örvænta. Liðið skoraði fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum og gekk að mestu vel að leika hraða miðju. Aron Pálmarsson var frábær en liðið þarf að leysa það betur þegar hann er tekinn úr umferð, annars verður liðið í miklum vandræðum á HM. Arnór Þór Gunnarsson kom mjög vel inn í leikinn í seinni hálfleik og sýndi að hann er klár í slaginn. Aron Rafn varði vel í markinu og spilaði sig að öllum líkindum inn í lokahópinn en Hreiðar Leví Guðmundsson kom ekkert við sögu og dettur væntanlega úr hópnum. Aron Kristjánsson notaði hópinn vel og var þetta góð eldskírn fyrir Ólaf Gústafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson sem náðu ekki að sýna sitt rétta andlit en vita nú hverju þeir mega eiga von á.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira