Viðskipti innlent

Finna leiðir til að bæta lífskjör fólks

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Formenn og framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndunum samþykktu á fundi í Reykjavík í gær að ráðast í sameiginlega úttekt á samkeppnishæfni Norðurlanda.

Markmið úttektarinnar er að finna leiðir til að efla atvinnulíf í löndunum og bæta lífskjör fólks sem þar býr, en kraftmikið atvinnulíf er forsenda öflugrar norrænnar velferðar.

Þó að margt sameini Norðurlöndin er annað ólíkt. Í úttektinni verða nokkrir lykilþættir skoðaðir og það dregið fram sem best er gert, hvað megi betur fara og á hvaða sviðum er hægt að læra af reynslu annarra. Stefnt er að því að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir vorið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×