Viðskipti innlent

Tilboðum tekið fyrir þrjá milljarða

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion Banka í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Arion Banka í Reykjavík. Fréttablaðið/Rósa
Tilboðum var tekið fyrir þrjá milljarða króna í útboði Arion banka á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa sem lauk í dag. Flokkurinn nefnist „Arion CBI 19“.

Fram kemur í tilkynningu bankans að alls hafi borist tilboð upp á rúma 3,7 milljarða króna. Ávöxtunarkrafa á tilboðum sem tekið var er 2,84 prósent.

Þá kemur fram að stefnt sé á að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta í Kauphöll Íslands.

„Um er að ræða vaxtagreiðsluskuldabréf sem bera 2,50 prósenta verðtryggða vexti og eru á lokagjalddaga árið 2019,“ segir í tilkynningu bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×