Viðskipti innlent

Ný stefnumörkun um orku- og loftslagsmál til ársins 2030

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hellisheiðavirkjun. Mynd úr safni.
Hellisheiðavirkjun. Mynd úr safni. Frettabladid/Gunnar V. Andrésson
Evrópusamtök atvinnulífsins, Businesseurope, hafa gefið út nýja stefnumörkun í orku- og loftslagsmálum til ársins 2030.

Tryggja verður samkeppnishæft orkuverð og öruggt framboð orku fyrir fyrirtæki í Evrópu um leið og sett eru markmið í loftslagsmálum, segja samtökin. Einnig telja þau rétt að setja nú þegar ákveðið markmið um að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Stefnumörkunina má nálgast á vef Samtaka Atvinnulífsins en þar er einnig að finna fjölmargar tillögur og ráðleggingar í loftslagsmálum til að tryggja samkeppnishæfni Evrópu og betri lífskjör fólks.

Sjá nánar um málið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×