Viðskipti innlent

Allir sammála um stýrivextina

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá kynningu á stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar 12. þessa mánaðar.
Frá kynningu á stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar 12. þessa mánaðar. Fréttablaðið/Anton
Einhugur var í peningastefnunefnd Seðlabankans um um tillögu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, að stýrivöxtum fyrir síðustu vaxtaákvörðun. Vöxtum var haldið óbreyttum.

Í nýbirtri fundargerð nefndarinnar frá ellefta þessa mánaðar kemur fram að farið hafi verið yrif þróun efnahagsmála og fjármálamarkaða, auk vaxtaákvörunarinnar sjálfrar og kynningar á henni.

Í nefndinni eiga sæti, auk Más, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og hagfræðingarnir Gylfi Zoëga og Katrín Ólafsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×