Viðskipti innlent

Áfram dregur úr innlánum heimilanna

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins drógust innlán heimilanna saman um 1,12% að raunvirði. Óvenju mikilli lækkun var á innlánastöðu heimilanna í desember og janúar.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í efnahagshruninu haustið 2008 færðist töluvert magn af fjármunum heimilanna yfir í innlán en mest voru þau þá tæplega 800 milljarðar kr.

Haustið 2009 fór smám saman að draga úr innlánunum og hefur sú leitni haldið áfram nánast stöðugt síðan. Sú lækkun tengist því eflaust að heimilin hafi þurft að ganga á sparnað sinn. Einnig má telja að færsla hafi orðið yfir í önnur sparnaðarform á tímabilinu. Frá því að innlendur hlutabréfamarkaður fór að taka við sér má þannig sjá merki um að heimilin hafi fært spanað sinn frá innlánum yfir í hlutabréf og hlutabréfasjóði.

Innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum eru nú rúmlega 607 milljarðar kr. sem er umtalsverð fjárhæð í samanburði við stærð hagkerfisins. Nema innlánin 34% af áætlaðri landsframleiðslu þessa árs. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins drógust þau saman um 1,12% að raunvirði. Óvenju mikilli lækkun var á innlánastöðu heimilanna í desember og janúar.

„Þótt hægt hafi á lækkun innlána frá því í byrjun árs þá nemur lækkunin í heild 6,8 milljörðum kr. Það er umtalsverð fjárhæð en til samanburðar má nefna að einkaneyslan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var ekki nema 1,7 milljörðum kr. hærri en á fyrsta ársfjórðung ársins 2012 að raunvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×