Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 20. mars næstkomandi.

Meginforsenda spárinnar er að krónan hefur styrkst talsvert undanfarið og hagvöxtur undanfarið hefur verið öllu hægari en Seðlabankinn hafði reiknað með í sinni nýjustu spá. Verðbólguhorfur hafa því batnað nokkuð frá síðustu vaxtaákvörðun.

Í Morgunkorni greiningarinnar segir að á móti vegur að verðbólgan hefur aukist nokkuð frá síðustu vaxtaákvörðun og verður verðbólga væntanlega nokkuð yfir spá Seðlabankans fyrir fjórðunginn.

Þá er verðbólguspá Seðlabankans nokkuð bjartsýn varðandi hversu hratt bankinn reiknar með hjöðnun verðbólgunnar á næstu mánuðum.

"Við reiknum með að verðbólgan hjaðni, en hægar en Seðlabankinn spáir," segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×