Handbolti

Ólafur skoraði fimm mörk í öruggum sigri

Ólafur Gústafsson.
Ólafur Gústafsson.
Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg styrktu stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með öruggum sigri, 36-27, á Wetzlar.

Heimamenn í Flensburg mun sterkari allan leikinn og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 20-13.

Ólafur skoraði fimm mörk fyrir Flensburg í kvöld. Fannar Friðgeirsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar en Kári Kristján Kristjánsson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

Wetzlar er í sjöunda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×