Handbolti

Kiel á toppinn í Þýskalandi | Guðjón Valur með fjögur mörk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Kiel.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Kiel. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES
Þýska handknattleiksliðið Kiel valtaði yfir Balingen, 35-24, úrvalsdeildinni í kvöld en staðan var 20-12 í hálfleik.

Hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson gerði fjögur mörk í liði Kiel en liðið komst á topp deildarinnar eftir sigurinn með 18 stig. Marko Vujin var markahæstur í liði Kiel með átta mörk í kvöld.

Flensburg vann þægilegan sigur á Gummersbach 32-24 en leikurinn fór fram á heimavelli Gummersbach. Ólafur Gústafsson komst ekki á blað í liði Flensburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×